Frakkland, Rússland og Bandaríkin virðast vera komin yfir viðræðustigið og nálgast samstarf um baráttu gegn ISIS samkvæmt The Wall Street Journal.

Mikil samskipti hafa verið á milli leiðtogana þessara þriggja landa undanfarna daga. Barack Obama sagði á miðvikudaginn að ef Rússar myndu leggja frekari áherslu á baráttu gegn ISIS í Sýrlandi þá myndi hann taka samstarfi fagnandi hendi. Francis Holland, forseti Frakklands tilkynnti að hann hefði hringt í Vladimir Putin, forseta Rússlands, á þriðjudaginn til að ræða sameiginlega heráætlun og bandalag milli þjóðanna.

Ekki er þó víst að samkomulag náist, en ennþá er spenna á milli landanna, m.a. vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi.

Þó virðast vera batamerki í samskiptum þjóðana. Rússar tilkynntu m.a. Bandaríkjamönnum fyrirfram um skotmörk loftárásar sem þeir gerðu á þriðjudaginn, í fyrsta skipti síðan Rússar hófu loftárásir þann 30 september sl.