Birgir Stefánsson var á dögunum ráðinn fjárfestingastjóri í erlendum fjárfestingum Íslandssjóða hf. Fyrirtækið er sérhæft félag á sviði eignastýringar og annast rekstur og stýringu verð- bréfasjóða, fjárfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða. Hlutverk þess er helst að stýra eignum á faglegan hátt.

Birgir hefur undanfarin tvö ár starfaði áður hjá EFG Asset Management í London þar sem hann stýrði uppbyggingu á vöruframboði bankans í framtakssjóð- um. Birgir var staddur í London þegar blaðamaður náði tali af honum, en hann stefnir að því að hefja störf hjá Íslandssjóðum 1. júlí nk. „Við fjölskyldan erum bara að undirbúa flutninga heim. Ég er spenntur fyrir því að koma heim og vinna í flottum og góðum hóp af fólki. Það eru spennandi verkefni framundan,“ segir Birgir glaðbeittur.

Blendnar tilfinningar

Birgir segir blendnar tilfinningar tengdar því að flytja heim frá London. „Þetta er sérstaklega skemmtilegt starfsumhverfi og mjög alþjóðlegt. EFG er með starfstöðvar víðsvegar um heiminn og maður á eftir að sakna þess að vinna í svona alþjóðlegu umhverfi.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak á pdf-formi undir Tölublöð