*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 6. október 2017 10:32

Alvogen fyrstir með MS samheitalyf

Alvogen fyrst með nýtt MS samheitalyf í Evrópu en áætluð sala frumlyfsins nemur 63 milljörðum króna.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Alvogen tilkynnti í dag um fyrstu skráningu MS lyfsins Remurel (glatiramer acetate) 40 mg/ml í Evrópu sem er samheitalyfjaútgáfa frumlyfsins Copaxone. Lyfið er í hópi söluhæstu MS lyfja í heiminum og áætluð sala lyfsins á árinu 2016 í Evrópu nam um 63 milljörðum króna.

Alvogen hafði áður verið fyrst á markað með aðra útgáfu lyfsins á haustmánuðum 2016 og er lyfið nú í hópi söluhæstu lyfja fyrirtækisins í Evrópu að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Með fyrirhugaðri markaðssetningu lyfsins mun MS sjúklingum standa til boða mun hagstæðari meðferð en nú er í boði. Þróun lyfsins var unnin í samvinnu við hollenska lyfjafyrirtækið Synthon. Þess má geta að á Íslandi er Remurel 20 mg/ml nú selt af Alvogen.   

Róbert Wessman forstjóri Alvogen segir það skipta miklu máli fyrir fyrirtækið að vera fyrst á markað með ný samheitalyf þegar einkaleyfi renna út.

„Alvogen er með fyrstu samþykktu skráninguna í Evrópu og það sýnir getu okkar til að vera á undan samkeppnisaðilum á markað með stór lyf,“ segir Róbert. „Lyfið verður markaðssett á öllum okkar mörkuðum í Evrópu og sala lyfsins markar tímamót í sölu lyfsins þar sem nú mun bjóðast mun hagstæðari valkostur fyrir MS sjúklinga.“

Copaxone er í eigu lyfjafyrirtækisins Teva sem er í dag stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims og tilkynnti um kaup á Actavis á árinu 2015. Lyfið er við MS sjúkdómnum eða nánar tiltekið við heila- og mænusiggi.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim