Á vef Bloomberg segir að lyfjaframleiðandinn Alvogen skoði nú mögulega sölu á rekstrareiningum sínum í Mið- og Austur-Evrópu fyrir um einn milljarð dala eða sem nemur um 102 milljörðum króna.

Alvogen er sagt hafa ráðið fjárfestingabanka til þess að sjá um söluferlið.

Alvogen er í meirihlutaeigu fjárfestingafélagsins CVC Capital Partners og Temamask Holdings sem er í eigu stjórnvalda í Singapúr. Auk þess á Aztiq Pharma hlut í félaginu en Róbert Wessman stofnandi og forstjóri þess er í forsvari fyrir Aztiq Pharma.