Nýlega auglýsti bandaríska fyrirtækið Amazon eftir málfræðingum/forriturum til að vinna að þróun talgreiningar og máltækni fyrir starfræna aðstoðarmanninn Alexa og meðal annars var auglýst eftir Íslendingi í þeim hópi. Þetta bendir þýðingastofan Skopos á í frétt sinni .

Stafræni aðstoðarmaðurinn Amazon Alexa getur unnið úr margvíslegum raddskipunum.  Í auglýsingunni er leitað eftir málfræðingum sem tala íslensku að móðurmáli, hafa góða þekkingu á hljóðfræði og hljóðkerfisfræði og eru vel að sér í forritun, m.a. reglulegum segðum og skipanalínum í Unix/Linux. Umsóknarfrestur er til 31. mars næstkomandi.

„Það hlýtur því að teljast fagnaðarefni að stórfyrirtæki á borð við Amazon hafi í hyggju að ráða til sín íslenska málfræðinga, bæði fyrir almenna notendur sem sjá mögulega fram á að geta í framtíðinni rætt við tækin sín á móðurmálinu og eins fyrir þá sem eru uggandi yfir stöðu íslenskunnar gagnvart þessari þróun,“ segir í frétt Skopos um málið.