Mikil óánægja meðal íbúa New York og kröftug mótmæli stjórnmálamanna ollu því að Amazon tilkynnti í gær að félagið sé hætt við að byggja nýjar höfuðstöðvar sínar í borginni. Það eru fyrirgreiðslurnar sem borgin hugðist veita Amazon sem hafa vakið upp reiðiöldu en borgastjórn New York hafði gefið vilyrði fyrir 3 milljörðum króna afslætti á opinberum gjöldum til að laða félagið til borgarinnar. BBC greinir frá.

Það vakti mikla athygli þegar Amazon óskaði eftir tilboðum frá borgum víðsvegar um Bandaríkin í höfuðstöðvar félagsins, þ.e. hvaða fyrirgreiðslur og fríðindi borgirnar væru tilbúnar að veita Amazon fyrir að reisa nýjar höfuðstöðvar. Það eru 14 mánuðir síðan leitin af nýrri staðsetningu hófst en sl. nóvember tilkynnti Amazon að félagið hygðist fjárfesta fyrir 2,5 milljarða dollara og koma með 25.000 þúsund „hálaunastörf“ á svæðum í New York og nærri Washington DC á næstu tveimur áratugum.

Borgarstjóri New York, Bill DeBlasio, og fylkisstjórinn, Andrew Cuomo, hvött mjög til þess að fá höfuðstöðvarnar, en Amazon sagði að félagið myndi skila meira en 10 milljörðum dollara í skatttekjur til borgarinnar. Þá sýndu skoðanakannanir að meirihluti borgarbúa Stóra eplisins væri fylgjandi að niðurgreiðslunni til að fá Amazon til borgarinnar.

Hins vegar vakti loforð um niðurgreiðslu mikla reiði innan verkalýðsfélaga borgarinnar og meðal margra borgarfulltrúa, auk þess sem nýja stjórnmálastjarnan þar vestra, Alexandria Ocasio-Cortez, mótmælti harðlega að niðurgreiðslu til handa einu verðmætasta og tekjuhæsta félagi veraldar.

Ákvörðun Amazon um að hætta við fyrirhugaða flutninga er sagðar vera ótti við frekara neikvætt umtal sem geti skaðað mjög ímynd félagsins. Þar að auki gætti vaxandi ólgu með flutninginn í Seattle þar sem höfuðstöðvar Amazon eru staðsettar í dag, en þar er í umræðunni að hækka verulega leigu og gjaldtöku á félagið.