*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 28. júní 2018 19:02

Amazon í lyfjabransann

Amazon ætlar að kaupa netapótekið PillPack og hefja þar með starfsemi á lyfjamarkaði.

Ritstjórn
epa

Amazon hefur greint frá því að fyrirtækið ætli sér á að kaupa netapótekið PillPack. Greint er frá þessu á vef FT.

Þessar fréttir urðu þess valdandi fyrir stór bandarísk apótek að hlutabréfaverð þeirra lækkaði.

PillPack er eins og áður hefur komið fram netapótek, en fyrirtækið leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sem neyðast til að taka mörg lyfseðilsskyld lyf á hverjum degi.

Talið er að Amazon hafi í mörg ár velt fyrir sér hvort fyrirtækið ætti að koma sér inn á lyfjamarkaðinn og hefur fyrirtækið nú tekið þá ákvörðun að taka slaginn.    

Stikkorð: Amazon PillPack
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim