*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 4. september 2018 16:21

Amazon kemst yfir 1000 milljarða dollara

Netverslunarkeðjan Amazon er komin yfir 1000 milljarða dollara að markaðsvirði en verð á hlutabréfum í fyrirtækinu hefur meira en tvöfaldast á síðastliðnum tólf mánuðum.

Ritstjórn
Jeff Bezos, forstjóri og stofnandi Amazon
epa

Netverslunarkeðjan Amazon er komin yfir þúsund milljarða dollara að markaðsvirði en verð á hlutabréfum í fyrirtækinu hefur meira en tvöfaldast á síðastliðnum tólf mánuðum. Þetta kemur fram í frétt Financial Times

Í síðasta mánuði komst tæknirisinn Apple yfir þúsund milljarða dollara múrinn og varð það fyrsta fyrirtækið til að ná því markmiði. Amazon er því annað bandaríska fyrirtækið til að ná þessu takmarki. 

Þegar Amazon var sett á laggirnar var það aðeins netvöruverslun fyrir bækur, stofnað af Jeff Bezos, núverandi ríkasta manni heims. Bezos á nú 16% hlut í fyrirtækinu og er sá hlutur nú meira en 160 milljarða dollara virði. 

Í dag starfa rúmlega hálf milljón manns hjá fyrirtækinu en það fyrirhugar nú að mæta við annarri höfuðstarfsstöð við þá sem nú er í Seattle.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim