*

mánudagur, 20. maí 2019
Innlent 8. janúar 2019 18:01

Amazon nú verðmætasta skráða félagið

Markaðsvirði Amazon nam 797 milljörðum dollara við lokun markaða í gær.

Ritstjórn
Jeff Bezos, forstjóri og stofnandi Amazon.
epa

Amazon hefur tekið fram úr Microsoft og er orðið verðmætasta skráða félag í heimi. BBC greinir frá þessu.

Markaðsvirði Amazon nam 797 milljörðum dollara við lokun markaða í gær, eftir 3,4% hækkun á gengi bréfa félagsins í viðskiptum dagsins. Þar með komst fyrirtækið upp fyrir Microsoft, en markaðsvirði Microsoft við lokun markaða nam 789 milljörðum dollara.

Þetta er í fyrsta sinn sem Amazon hirðir toppsæti listans yfir verðmætustu skráðu félög í heimi, en stofnandi fyrirtækisins Jeff Bezos er ríkasti maður í heimi. Samkvæmt lista milljarðamæringa lista Bloomberg er eignir hans metnar á 135 milljarða dollara. 

Stikkorð: Microsoft Jeff Bezos Amazon
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim