*

laugardagur, 20. apríl 2019
Erlent 24. júlí 2015 16:17

Amazon orðið verðmætara en WalMart

Ársfjórðungsuppgjör Amazon var mun betra en fjárfestar bjuggust við.

Ritstjórn
Jeff Bezos, stofnandi Amazon, getur fagnað í dag.
european pressphoto agency

Hlutabréf í Amazon hafa rokið upp í verði eftir frábært ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins. Er Amazon nú metið á meira heldur en risaverslunarkeðjan Walmart.

Amazon skilaði 92 milljóna dollara hagnaði á öðrum ársfjórðingi og kom það fjárfestum verulega á óvart. Bjuggust þeir við öðru tapi.

Hlutabréf fyrirtækisins ruku upp um 16,9% í 559.18 dollara. Er markaðsvirði Amazon því 259 milljarðar dollara, samanborið við Walmart sem er metið á 232.5 milljarða dollara.

 

Amazon hefur ekki oft tilkynnt hagnað, en fyrirtækið hefur verið duglegt að dæla peningunum sínum aftur inn í starfsemina.

Stikkorð: hlutabréf Amazon
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim