*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 10. ágúst 2018 11:06

Ánægja með Hagstofu Íslands eykst

Mæling ársins 2017 er sú hæsta frá því að mælingar á ánægju notenda Hagstofunnar hófust árið 2009 en þá var hún 6,7 og 6,9 árið 2013.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ánægja notenda með Hagstofu Íslands jókst milli áranna 2015 og 2017 úr 6,6 í 7,2 á kvarðanum 0–10 þar sem 0 merkti að öllu leyti óánægð(ur) en 10 merkti að öllu leyti ánægð(ur). Mæling ársins 2017 er sú hæsta frá því að mælingar á ánægju notenda Hagstofunnar hófust árið 2009 en þá var hún 6,7 og 6,9 árið 2013.

Í heild voru ríflega 65% notenda ánægðir með þjónustu Hagstofunnar (völdu 6 eða 7 á 7 punkta kvarða) og rúmlega 55% notenda voru ánægðir með þær hagtölur sem Hagstofan gaf út.

Vinsælustu efnisflokkar hagtalna voru verðlag (37,4%), laun og tekjur (36,8%), og mannfjöldi (36,3%). Fæstir svarenda notuðu byggingavísitölu (0,5%) og hagtölur um dómsmál (1,1%).

Af áhrifaþáttum á ánægju notenda með opinberar hagtölur var mikilvægast að þær uppfylltu þarfir notenda og að sambærileg flokkun og skilgreiningar væru notaðar fyrir mismunandi hagtölur. Með því að Hagstofan leggi áherslu á þessi tvenns konar gæði gæti stofnunin aukið ánægju notenda með útgefnar hagtölur stofnunarinnar. 

Til að auka ánægju notenda með þjónustu stofnunarinnar ætti stofnunin að leggja áherslu á að tryggja nákvæmni hagtalna og birtingu talnanna sem fyrst og jafnframt að beita sambærilegum flokkunum og skilgreiningum fyrir mismunandi hagtölur.

Heildarfjöldi svarenda var 190. Árið 2015 svöruðu 152 spurningalistanum, árið 2013 voru svarendur 191 og árið 2009 var heildarfjöldi svarenda 475.

Af svarendum notendakönnunarinnar sögðust 31% vera stórnotendur hagtalna. Flestir svarenda (67%) voru 46 ára eða eldri. Meirihluti svarenda hafði lokið háskólaprófi, 26% höfðu lokið bakkalársgráðu, 45% meistaragráðu og 12% doktorsgráðu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim