*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Innlent 5. september 2016 14:37

Ánægja með störf Guðna Th.

Tæplega 69% aðspurða voru ánægð með störf Guðna Th. Jóhannesarsonar sem forseta Íslands.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Fyrsta könnunin sem framkvæmd var um ánægju með störf forseta undir forsetatíð Guðna Th. Jóhannesonar kom út í dag. Þar kváðust alls 68,6% ánægð með störf forsetans. Það var MMR sem framkvæmdi könnunina dagana 22. til 29. ágúst.

Ánægja með störf forseta hefur ekki mælst eins há frá því að MMR hóf slíkar mælingar. 6,4% kváðust óánægð með störf Guðna Th. sem forseta.

Samfylkingarfólk sérstaklega ánægt

Ánægja með störf Guðna sem forseta voru mismunandi eftir því hvaða stjórnmálaflokk einstaklingar studdu. Þeir sem studdu ríkisstjórnarflokkana voru óánægðari með störf Guðna en þeir sem studdu aðra flokka.

96% af stuðningsmönnum Samfylkingarinnar kváðust vera ánægð með störf Guðna.

Spurt var: ,,Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með störf Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta Íslands?''

Úrtakið var 949 einstaklingar og 95% tóku afstöðu til spurningarinnar.

Stikkorð: MMR ánægja Guðni Th