Andri Úlfarsson hefur tekið við nýrri stöðu framkvæmdastjóra sölusviðs hjá Toyota Kauptúni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Toyota.

Hann var áður framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Móbergi. Frá 2003 til 2015 var Andri hjá Íslandsbanka fyrst sem sérfræðingur netviðskipta og síðan á millibankamarkaði.

Árið 2003 lauk Andri B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands 2013. Hann hefur einnig lokið löggildingu í verðbréfaviðskiptum ásamt ACI Dealing prófi í gjaldeyris- og afleiðuviðskiptum.

Andri er kvæntur Vilhelmínu Birgisdóttur, læknaritara og eiga þau tvo syni, 13 og 10 ára.