Hlutabréfamarkaðir tóku kipp eftir ummælu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um að hún muni styðja þær hugmyndir um að bjarga evrusvæðinu. Þetta kemur fram á fréttaveitunni Bloomberg.

Hún segir Þýskaland styðja við þær aðgerðir sem þurfi en Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, skoðar það að kaupa ríkisskuldabréf til að lækka lántökukostnað í löndum eins og Ítalíu og Spáni. Ítalía og Spánn hafa þó ekki enn farið fram á aðstoð.

Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Eyjaálfu hækkuðu eftir þessi ummæli Merkel.