*

sunnudagur, 19. maí 2019
Fólk 20. september 2018 12:08

Anna Maria ráðin til Hype

Anna Maria er grafískur hönnuður og mun starfa þvert á vef- og hönnunardeild fyrirtækisins.

Ritstjórn
Anna Maria Temczuk ráðin til Hype.
Aðsend mynd

Anna Maria Temczuk hefur verið ráðin til starfa hjá auglýsingastofunni Hype. Anna Maria er grafískur hönnuður og mun starfa þvert á vef- og hönnunardeild fyrirtækisins. 

Anna Maria útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Warsaw School of Advertising 2012 og er með mastersgráðu frá SWPS Félags- og Hugvísindasháskólanum í Varsjá þar sem hún sérhæfði sig í Mind Communication Technology and Visual Communication. 

„Það er virkilega ánægjulegt að fá Önnu í teymið og það styrkir okkar starfsemi. Fyrir ári síðan varð stefnubreyting hjá Hype þar sem meginfókusinn fór yfir á auglýsingstofuhlutann. Kúnnum hefur fjölgað og verkefnin stækkað í kjölfarið. Þó fókusinn hafi farið í auknum mæli á auglýsingastofuna þá hefur vefsíðugerðin nær tvöfaldast í veltu á sama tíma.“ Segir Páll Guðbrandsson framkvæmdastjóri. „Það er greinilega mikil eftirspurn eftir hagkvæmum lausnum eins og þeim sem við bjóðum í vefsíðugerð. Við smíðum eingöngu vefi í Wordpress vefumsjónarkerfinu sem er mun hagkvæmara í rekstri en flest sambærileg kerfi enda kerfið sjálft frítt og afar aðgengilegt og notendavænt. Fyrirtæki eru því oft mun sjálfbærari með vefina sína eftir að þeir eru komnir í loftið.“

Páll segir að stefnan hjá Hype sé að byggja upp liprara rekstraform á auglýsingastofu en tíðkast hefur. „Við viljum hafa sterkan kjarna og geta unnið með hverjum þeim aðilum sem henta best hverju verkefni fyrir sig. Þetta er mun aðlögunarhæfara rekstrarform en hjá stærri aðilum og gerir okkur kleift að laga okkur að hvaða verkefni sem er óháð stærð og viðfangi. Við gætum ekki verið glaðari með að fá Önnu til liðs við okkur og það er ljóst að veturinn verður spennandi hjá Hype.“

Anna starfaði sem grafískur hönnuður um árabil í Varsjá, bæði sjálfstætt og m.a. fyrir ATM sem er stærsti framleiðandi sjónvarpsefnis í Póllandi. Hún er heilluð af dulsálfræði, skammtafræði og búddisma. Til að ná hinu fullkomna jafnvægi með vinnu er hún sjálfyfirlýst nördastelpa og elskar hlutverkatölvuleiki og Hayao Miyazakis anime.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim