Það gleður mig að vita að það eru flest allir að gera eitthvað eftir mig í eldhúsinu, segir bakarinn Jói Fel sem hefur selt hátt í 150.000 bækur. Íslendingar eru um 324 þúsund. Það lætur því nærri að annar hver Íslendingur eigi bók eftir Jóa Fel. Hann hefur gefið út sex bækur í gegnum tíðina.

Kökubók Hagkaups gaf hann út fyrir 17 árum síðan og bókina þekkja flestir sem nota sleif og sykur í eldhúsinu.

VB Sjónvarp ræddi við Jóa Fel.