Stein Erik Hagen, annar ríkasti maður Noregs, sagði frá því í norska sjónvarpinu á föstudagskvöld að hann væri samkynhneigður. Hagen segist hafa áttað seint á því að hann væri hommi, en hann er 59 ára gamall.

Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes metur eigir Hagen á 4,4 milljarða dala, eða jafnvirði um 560 milljarða íslenskra króna.

Hagen efnaðist á rekstri mat­vöru­keðjunn­ar RIMI sem hann stofnaði árið 1977 ásamt föður sín­um og er núverandi stjórnarformaður Orkla Group, sem meðal annars á Gæðabakstur, Kristjánsbakarí og fleiri íslensk félög í matvælaframleiðslu.

Í þættinum Ska­vl­an í norska rík­is­sjón­varp­inu (NRK) sagði Hagen að hann hefði smátt og smátt áttað sig á því að hann væri sam­kyn­hneigður en hann hafi ekki vitað hvað það var þegar hann var ungur. Þrátt fyrir uppljóstrun Hagen á föstudag vissi fjölskylda hans um samkynhneigðina. Báðar fyrrum eiginkonur hans og börn hans fimm.

Í viðtali við Verdens Gang i kjölfar þáttarins talaði hann enn skýrar.

„Það að segja að ég sé hommi er kannski ekki al­veg rétt, ég er tví­kyn­hneigður og fyr­ir fjöl­skyldu mína, alla vini mína og alla þá sem þekkja mig þá eru þetta ekki nýj­ar frétt­ir. Það á einnig við þær sem hef verið kvæntur, þar á meðal Mille-Marie Treschow. Hún vissi þetta og það er ekki ástæðan fyr­ir því að við skild­um,“ sagði Hagen.