*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Innlent 14. janúar 2018 10:09

Annata hagnast um 449 milljónir

Velta Annata jókst um 695 milljónir króna milli ára og nam 2,5 milljörðum árið 2016.

Ritstjórn
Jóhann Jónsson er forstjóri Annata
Aðsend mynd

Annata ehf., sölu- og þjónustuaðili fyrir Microsoft Dynamics 365 hugbúnað, hagnaðist um 449 milljónir króna árið 2016 borið saman við 394 milljónir árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2016. 

Rekstrartekjur samstæðunnar námu 2,5 milljörðum og jukust um 695 milljónir milli ára. Rekstrargjöld námu 1,9 milljörðum og jukust um rúmlega 400 milljónir milli ára. Starfsmenn voru að meðaltali 96 og launakostnaður 1,3 milljarðar. EBIT nam 638 milljónum en var rúmlega 345 milljónir árið áður.

Eignir námu 1,1 milljarði í lok árs 2016. Þar af voru skuldir 394 milljónir og eigið fé rúmlega 691 milljón.

Handbært fé frá rekstri var tæplega 408 milljónir. Annata keypti XRM Software ehf. á árinu en kaupverð eignarhluta í öðrum félögum nam 150 milljónum.

Greiddur arður fyrir rekstrarárið 2015 nam 328,6 milljónum, en stjórnin lagði til að greiddur yrði arður allt að 400 milljónum árið 2017 vegna ársins 2016. Stærstu eigendur Annata eru Vendimia ehf. (28,6%, í eigu Jóhanns Ólafs Jónssonar og Hildar Ástþórsdóttur), BR þjálfun & ráðgjöf ehf. (21,5%, í eigu Birgis Ragnarssonar og Hlíf Þorgeirsdóttur) og Björn Gunnar Karlsson (21,5%).

Stikkorð: Uppgjör Annata
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim