Annie Mist Þórisdóttir, heimsmeistari í Crossfit, hefur fært sig um set og gengið til liðs við Crossfit Reykjavík.

Annie Mist hefur undanfarin ár þjálfað hjá Boot Camp og hafði ásamt Elvari Þór Karlssyni sett upp sitt eigið fyrirtæki, Crossfit BC, innan Boot Camp.

Sem fyrr segir hefur Annie Mist nú fært sig yfir til Crossfit Reykjavík (CFR). CFR var stofnað árið 2010 og hefur á skömmum tíma vaxið mikið. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eignast Annie Mist hlut í fyrirtækinu við flutninginn. Elvar Þór verður þó áfram þjálfari hjá Boot Campt og Crossfit BC.

Annie Mist vakti mikla athygli sl. sumar þegar hún varð heimsmeistari í Crossfit og hlaut þá um leið titilinn hraustasta kona heims. Hún fékk tæpar 30 milljónir króna í sigurverðlaun.

Annie Mist Þórisdóttir, heimsmeistari í Crossfit.
Annie Mist Þórisdóttir, heimsmeistari í Crossfit.
© Gísli Freyr Valdórsson (VB MYND/GFV)

Annie Mist Þórisdóttir fékk góðar móttökur hjá félögum sínum í Boot Camp eftir að hafa orðið heimsmeistari í Crossfit sl. sumar.