*

miðvikudagur, 20. febrúar 2019
Innlent 26. júlí 2012 11:23

Annie Mist tekjuhæsti íþróttamaðurinn

Laun Annie Mistar, heimsmeistara í Crossfit, námu um 1,8 milljónum í fyrra samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Annie Mist Þórisdóttir var með hæstu tekjurnar meðal íþróttamanna og þjálfara í fyrra, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Tekjur hennar í fyrra tæplega 1,8 milljónum á mánuði. Á eftir henni á listanum kemur Sigurbjörn Bárðarson hestamaður með um 1.271 þúsund á mánuði.

Annie Mist sigraði á dögunum heimleikana í CrossFit, annað árið í röð. Það var í fyrsta sinn frá því að CrossFit leikarnir voru haldnir árið 2007 sem sami einstaklingurinn sigrar tvö ár í röð.

Annie Mist fékk 250 þúsund dala í verðlaunafé, sem gerir um 32 milljónir króna á núverandi gengi. Í fyrra fékk hún sömu upphæð í verðlaun, sem var á þáverandi gengi um 28,5 milljónir króna. Samanlagt verðlaunafé fyrir að vera heimsmeistari í flokki kvenna í CrossFit tvö ár í röð er því um 60,5 milljónir króna.