*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Erlent 24. júlí 2015 17:25

Apple á 75% snjallúramarkaðarins

Fleiri snjallúr seldust á öðrum ársfjórðungi þessa árs en allt árið 2014, að því er segir í nýrri skýrslu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Alls seldust um fimm milljón snallúr í heiminum á öðrum ársfjórðungi og voru þrír fjórðu þessara úra framleiddir af Apple, að því er segir í nýrri skýrslu Strategy Analytics, en vefsíðan Mobile Enterprise segir frá.

Alls jókst sala snjallúra um 457% á öðrum fjórðungi frá sama tímabili í fyrra og seldust fleiri snjallúr á öðrum fjórðungi 2015 en allt árið í fyrra. Þá seldust 4,6 milljónir snjallúra, en á öðrum fjórðungi í ár nam salan 5,3 milljónum.

Gert er ráð fyrir því í skýrslunni að Apple hafi selt fjórar milljónir eintaka af snjallúri sínu í fjórðungnum. Samsung seldu um 400.000 eintök af sínu snjallúri og er með 8% markaðshlutdeild og er í öðru sæti á eftir Apple.

Stikkorð: Apple Apple Watch
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim