Bandaríski tæknirisinn Apple hefur fjárfest sem nemur 1 milljarði Bandaríkjadollara í kínverska leigubílafyrirtækinu Didi Chuxing, en fyrirtækið er um þessar mundir helsti keppinautur Uber í landinu.

Tim Cook, framkvæmdarstjóri Apple, sagði í tilkynningu sinni að fjárfestingin myndi hjálpa fyrirtækinu að öðlast nauðsynlegan skilning á kínverksa markaði.

Samkvæmt upplýsingum frá Didi Chuxing hefur fyrirtækið nú 87 prósenta hlutdeild á markaðnum, en félagið er jafnframt í samstarfi við kínversku internetrisana Tencent og Alibaba. Fyrirtækið segir jafnframt að um sé að ræða stærstu einstöku fjárfestingu sögunnar.

Uber hefur átt í erfiðleikum með að ná fótfestu á kínverska markaðnum, meðal annars vegna samkeppni við Didi Chuxing.