*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Erlent 17. október 2016 18:30

Apple fjárfestir í gervigreind

Apple hefur ráðið til sín einn virtasta sérfræðing á sviði gervigreindar. Fyrirtækið hefur verið í mikilli sókn á undanförnum mánuðum.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Bandaríski tæknirisinn Apple, hefur ráðið til sín einn virtasta fræðimann á sviði gervigreindar (e. artificial intelligence) frá Carnegie Mellon háskóla. Maðurinn heitir Russ Salakhutdinow, en hann hefur unnið að fjöldamörgum rannsóknum hjá mörgum af virtustu háskólum í heimi.

Prófessorinn tilkynnti ráðninguna á Twitter síðu sinni fyrr í dag. Apple hefur undanfarin ár ekki haldið í við fyrirtæki á borð við Google á sviði gervigreindar. Fyrirtækið hefur undanfarna mánuði veirð í mikilli sókn og hefur til að mynda keypt rúmlega 5 ný fyrirtæki sem starfa á þessu sviði.

Sérfræðingar á sviði gervigreindar hafa forðast Apple undanfarin ár, þar sem fyrirtækið hefur farið fram á mikla þagnarskyldu. Fræðimenn á sviðinu vilja engu að síður getað byrt uppgötvanir sínar og aukið þekkingarjaðar mannkynsins.

Stikkorð: Apple Gervigreind Ráðningar
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim