*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Erlent 15. febrúar 2018 19:15

Apple flutti út fleiri úr heldur en Sviss

Apple flutti út 8 milljón Apple-úr á fjórða ársfjórðungi 2017. Á sama tíma fluttu svissneskir úraframleiðendur út 6,8 milljón úr.

Ritstjórn
Apple-snjallúrið er vinsælasta úr í heimi.
Aðsend mynd

Áætlað er að bandaríska tæknifyrirtækið Apple hafi flutt út fleiri úr heldur en svissneskir úraframleiðendur til samans á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Er þetta í fyrsta skipti sem slíkt gerist. Statista greinir frá

Apple framleiðir Apple-snjallúr (Apple Watch) sem sýna ekki eingöngu tíma dagsins, heldur eru úrin einnig með innbyggð GPS kerfi. Þessi kerfi mæla hraða, skref, vegalengd og staðsetningu. Úrin eru einnig framlenging á upplýsingum úr iPhone-símum og gera fólki kleift að svara símtölum og hringja, ásamt því að fá skilaboð og tilkynningar í úrið. Í Sviss eru framleidd sum af þekktustu og vönduðustu úrum heims á borð við Rolex, Cimier, Omega og Swatch.

Talið er að Apple hafi flutt 8 milljón Apple-úr milli október og desember á síðasta ári. Á hinn bóginn voru flutt út 6,8 milljón úr frá Sviss á sama tímabili. Alls flutti Apple út 18 milljón úr á síðasta ári, en flutt voru út 24,2 milljón úr frá Sviss. Apple-úrið er í dag vinsælasta úr í heimi.

Stikkorð: Sviss Apple
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim