*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Erlent 22. desember 2015 13:06

Apple gagnrýnir lagafrumvarp Breta

Forsvarsmenn tæknirisans eru ósáttir við lagafrumvarp á breska þinginu sem brýtur á friðhelgi einkalífsins.

Ritstjórn

Tæknirisinn Apple hefur gagnrýnt áform breska þingsins um að gera ríkinu kleift að hafa aukið eftirlit með þegnum sínum. 

Tillaga þingsins miðar að því að tryggja þjóðaröryggi Bretlands, en hún mun gera löggæsluaðilum heimilt að rannsaka persónuleg gögn þegna sinna.

Þá mun ríkið til að mynda hafa heimild til að skoða internetskoðunarsögu hvers og eins. Apple segir í gagnrýni sinni að breska ríkið hafi nú þegar aðgang að heilli ógrynni upplýsinga um tölvunotendur. 

Sérstaklega er fyrirtækið hrætt um að frumvarpið muni veikja stafræna persónuvernd á borð við dulkóðun, sem gæti gert tölvuþrjótum kleift að opna bakhurðir í vörnum hins almenna borgara.

Eins og Apple orðar það, myndi lykill undir dyramottunni ekki aðeins gera vilviljandi aðilum auðveldar fyrir, heldur einnig þeim óprúttnu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim