Tæknirisinn Apple hefur gagnrýnt áform breska þingsins um að gera ríkinu kleift að hafa aukið eftirlit með þegnum sínum.

Tillaga þingsins miðar að því að tryggja þjóðaröryggi Bretlands, en hún mun gera löggæsluaðilum heimilt að rannsaka persónuleg gögn þegna sinna.

Þá mun ríkið til að mynda hafa heimild til að skoða internetskoðunarsögu hvers og eins. Apple segir í gagnrýni sinni að breska ríkið hafi nú þegar aðgang að heilli ógrynni upplýsinga um tölvunotendur.

Sérstaklega er fyrirtækið hrætt um að frumvarpið muni veikja stafræna persónuvernd á borð við dulkóðun, sem gæti gert tölvuþrjótum kleift að opna bakhurðir í vörnum hins almenna borgara.

Eins og Apple orðar það, myndi lykill undir dyramottunni ekki aðeins gera vilviljandi aðilum auðveldar fyrir, heldur einnig þeim óprúttnu.