*

sunnudagur, 24. september 2017
Erlent 2. júlí 2012 07:54

Apple greiðir 60 milljónir dala í sátt

Apple ætlar að fyrirtækinu Proview 60 milljónir dala til að ná sáttum í dómsmáli fyrir kínverskum dómstólum.

Ritstjórn

Apple hefur fallist á að greiða 60 milljónir dala, jafnvirði um 7,5 milljörðum króna, til þess að ná sáttum í dómsmáli sem varðar einkaleyfi á nafninu iPad. Málið er rekið fyrir kínverskum dómstólum. Í fréttaskýringu Wall Street Journal um málið í dag segir að dómsmálið sýni nýjan þröskuld sem erlend fyrirtæki þurfi að yfirstíga í Kína og varðar höfundarréttinn.

Fyrirtækið sem kærði Apple heitir Proview en Apple keypti nafnið af því félagi árið 2009. Forsvarsmenn Proview töldu hins vegar að þau kaup næðu ekki yfir kínverska markaðinn.

Í frétt WSJ er bent á að mikið sé undir fyrir Apple þar sem kínverski markaðurinn er sá stærsti fyrir utan Bandaríkin. Eftirspurn eftir iPhone snjallsímum og iPad spjaldtölvum er mikil í Kína. Í fyrra námu tekjur Apple af sölu í Kína um 12,5 milljörðum dala, eða um 11,5% af heildartekjum.

Stikkorð: Apple