*

mánudagur, 21. janúar 2019
Erlent 20. ágúst 2014 09:08

Apple í hæstu hæðum

Fjárfestar bíða spenntir eftir því að nýjasti iPhone-síminn líti dagsins ljós. Gengi bréfa Apple hefur hækkað um 25% frá áramótum.

Ritstjórn

Gengi hlutabréfa bandaríska tæknifyrirtækisins Apple endaði í 100,53 dölum á hlut við lokun markaða í gær. Þetta er sögulegt skref en gengið hefur aldrei verið hærra í kjölfar skiptingar hlutabréfanna. Erlendir fjármálaspekúlantar segja ástæðuna mikla spennu í aðdraganda þess að næsti iPhone-sími Apple fer á markað. Búið er að boða til kynningar á símanum í september. Þá bíða aðrir spenntir eftir því að snjallúr Apple líti dagsins ljós. 

Gengi hlutabréfa Apple hefur verið á mikilli siglingu síðastliðin ár. Fjallað er ítarlega um Apple í netútgáfu Irish Times. Þar er m.a. rifjað upp að síðan fyrsti iPhone-síminn leit dagsins ljós hefur það hækkað um 700%. Frá áramótunum síðustu hefur það svo hækkað um 25%. 

Stikkorð: Apple Steve Jobs iPhone 5 iPhone 5S iPhone 6