Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, vinnur nú að nýju frumvarpi, sem á að auðvelda erlendum tæknifyrirtækjum að opna verslanir á Indlandi. Bandaríski tæknirisinn Apple, stefnir á að opna verslun á komandi ári. Þetta kemur fram á vef Bloomberg Technology.

Indverska hagkerfið hefur vaxið gríðarlega á stuttum tíma, og eftirspurn eftir snjallsímum í samræmi við það. Samsung, aðal samkeppnisaðili Apple, nýtur talsvert betri markaðshlutdeildar í landinu. Apple stefnir á að breyta því á komandi ári, en fyrirtækið hefur nú þegar byrjað að gefa út síma sem eru hannaðir með nýmarkaði í huga.