*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Erlent 7. september 2016 11:21

Apple undirbýr komu iPhone 7

Nýja tegundin af iPhone verður kynnt til sögunnar í dag. Ekki eru mjög róttækar breytingar frá fyrri útgáfu símans.

Ritstjórn

Apple setur nýja útgáfu af iPhone símanum í verslanir í dag, en síminn ber heitið iPhone 7. Samkvæmt þeim sem til þekkja verður nýi síminn ekki mjög frábrugðinn þeim sem nú eru í sölu, en búist er við því að næsta útgáfa á eftir þessum, iPhone 8, sem kemur út á næsta ári, feli í sér róttækari breytingar. 

Helstu breytingarnar milli tegunda nú eru þær að meiri áhersla er á snertilausnatengil fyrir heyrnartól, ásamt myndavél með tvöfaldri linsu og stærri 'Plús' útgáfu af símanum.

Árið hefur reynst Apple nokkuð erfitt. Framkvæmdastjórn ESB hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið þurfi að greiða írska ríkinu 13 milljarða evra í tekjuskatta, auk vaxta, vegna ólöglegrar ríkisaðstoðar þar í landi. 

Stikkorð: Apple iPhone7