Tim Cook forstjóri Apple hefur loksins greint frá því hvað fyrirtækið hyggst fyrir á bílamarkaði eftir að fyrirtækið hefur farið leynt með verkefnið í fjölda ára. Segir Cook að Apple muni einbeita sér að sjálfkeyrandi bílum

„Við erum að einbeita okkur að þróun kerfa fyrir sjálfkeyrandi bíla. Við lítum á verkefnið sem móðir allra gervigreindar verkefna." sagði Cook í viðtali við Bloomberg . Sagði hann jafnframt að verkefnið væri líklega eitt það erfiðasta á sviði gervigreindar.

Mörg tæknifyrirtæki telja horfur góðar á markaði fyrir sjálfkeyrandi bíla sem hefur orðið til þess að mörg þessara fyrirtækja hafa hafið innreið sína inn á bílamarkaðinn með einum eða öðrum hætti. Hefur dótturfyrirtæki Alphabet gert samning við Fiat Chrysler bílaframleiðandan um að þróun á tækninni sem þarf. Þá hafa bílaframleiðendurnir BMW og General Motors opnað starfsstöðvar í Kísildalnum og yfirtekið frumkvöðlafyrirtæki í iðnaðinum fyrir hundruði milljarða dollara.

Upphaflega stefna Apple var að framleiða sína eigin bíla en fyrirtækið hefur nú tekið stefnubreytingu og hyggst einbeita sér að þróun hugbúnaðar fyrir sjálfkeyrandi bíla. Hefur tækni risinn ráðið til starfar yfir 1.000 verkfræðinga til að vinna að Titan verkefninu sem er nafnið á bílaverkefni fyrirtækisins sem hófst árið 2014.

Apple fékk í apríl síðastliðnum leyfi frá bifreiðaeftirliti Kaliforníu til þess að gera prófanir á þremur sjálfkeyrandi bílum.