Rekstur Árborgar skilaði 35,3 milljóna króna afgangi í fyrra. Það er 5,7 milljónum minna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta á við um samstæðureikning A- og B-hluta rekstrar sveitarfélagsins. Undir A-hluta fellur sú starfsemi sem er að hluta eða öllu leyti fjármögnuð með skatttekjum. Í B-hlutanum eru fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins en reknar sem sjálfstæðan einingar. Halli á A-hluta sveitarfélagsins nam 180,9 milljónum króna sem er betri niðurstaða en búist hafði verið við. Áætlanir hljóðuðu upp á 248,5 milljóna króna halla.

Rekstrarhagnaður nam tæpum 1,2 milljörðum króna samanborið við 862 milljónir árið 2010. Þá kemur fram í uppgjörinu að fjármagnstekjur vega þungt og eru 717 milljónir króna ásamt því sem verðbætur voru háar. Skuldahlutfallið lækkar úr 203% í 173% hjá samstæðunni.  Í nýjum sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að sveitarfélög skuldi ekki meira en sem nemur 150% af heildartekjum. .

Fram kemur í uppgjöri Árborgar, sem lagður verður fyrir bæjarstjórn á miðvikudag. að heildarvelta sveitarfélagsins nam 5,4 milljörðum króna og er það 63,5 milljónum króna undir áætlun. Gjöld námu rúmum 4,2 milljörðum króna. Skatttekjur námu rúmum 3,8 milljörðum króna og voru þær 469 milljónum króna yfir áætlun.

Samtals námu rekstrartekjur A-hluta Árborgar 3.575,5 milljónum króna. Áætlun gerði ráð fyrir 4.589,3 milljónum króna.