Arctic Adventures hefur keypt Snowmobile.is. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Að því er kemur fram í tilkynningunni hefur mikið og gott samastarf verið milli félaganna milli ársins, en Snowmobile hefur séð um framkvæmd snjósleðaferða fyrir Arctic Adventures fram að þessu. Með samrunanum opnist möguleikar á auknu ferðaframboði og samlegðaráhrifum í fjölmörgum rekstrarliðum, svo sem markaðssetningu.

Rekstur Snowmobile verður fyrst um sinn óbreyttur, að því er kemur fram í tilkynningunni, en þar segir að fyrirtækið eigi og reki 40 snjósleða á Langjökli og tvo ofurtrukka sem taka 9 og 16 farþega. Starfsmenn Arctic Adventures verða

Viðskiptablaðið greindi frá því fyrr á þessu ári að Arctic Adventures samstæðan hafi verið seld þeim Jóni Þór Gunnarssyni, Styrmi Bragasyni, Halldór Hafsteinssyni og Davíði Mássyni. Við eigendaskiptin sameinuðust nokkur fyrirtæki undir Arctic Adventures-vörumerkinu, þar á meðal Trek Iceland, Glacier Guides, Arctic Rafting og Dive Silfra.