Hagnaður Arctic Trucks Ísland nam á síðasta ári 17,7 m.kr., samanborið við 4,4 m.kr. árið áður. Hér er um að ræða ís­lenska hluta fyrirtækisins.

Tekjur fyr­irtækisins drógust lítillega saman á árinu en aukinn hagnaður skýrist að mestu leyti á vöxtum og jákvæðum gengismun langtímaskulda. Eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um 97 m.kr. í árslok en í ársreikningi Arctic Trucks kemur fram að skuldir fyrirtækisins séu fyrst og fremst gagnvart móður­félaginu og því sé það vel greiðslufært.

Aftur á móti nam tap móðurfélagsins, Arctic Trucks Inter­national, 84,4 m.kr. samanborið við tap upp á 61,7 m.kr. árið áður. Í skýrslu stjórnar kemur fram að hlutafé félagins hafi verið aukið um 109 m.kr. á árinu 2011.