*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 18. júní 2018 11:15

Arctica og Íslenski sjávarklasinn í samstarf

Með samstarfinu vilja fyrirtækin skapa fjölmörg spennandi tækifæri til vaxtar fyrir íslenskan sjávarútveg.

Ritstjórn
Arctica Finance
Haraldur Guðjónsson

Arctica Finance og Íslenski sjávarklasinn hafa ákveðið að hefja samstarf með það að markmiði að greina og þróa tækifæri í sjávarútvegi. Þetta kemur fram á vefsíðu fyrirtækisins.

Samstarfið snýr meðal annars að fjármögnun verkefna innanlands og erlendis á sviði útgerðar, fullvinnslu og líftækni.

Húni Jóhannesson hefur verið ráðinn í teymi fyrirtækjaráðgjafar Arctica Finance með áherslu á sjávarútveg, en hann sinnir sameiginlegum verkefnum Arctica Finance og Sjávarklasans. 

Þá er stefnt að opnun sambærilegra sjávarklasa í Evrópu og fleiri stöðum í Bandaríkjunum. Arctica Finance er verðbréfafyrirtæki sem einkum veitir fagfjárfestum og öðrum fjársterkum aðilum þjónustu í gegnum þrjú svið, Eignastýringu, Fyrirtækjaráðgjöf og Markaðsviðskipti. Sérfræðingar Arctica Finance hafa komið að mörgum stærstu ráðgjafarverkefnum síðastliðinna ára.

Sjávarklasinn og Arctica Finance telja að með því að samnýta þá þekkingu og þau tengsl sem þessir aðilar búa yfir sé hægt að skapa fjölmörg spennandi tækifæri til vaxtar fyrir íslenskan sjávarútveg.