Fjármálafyrirtækið Arctica Finance telur gengi bréfa í Icelandair Group vera ofmetið. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Í kynningu fyrirtækisins kemur fram að afstaða þeirra sé ekki í samræmi við verðmöt greingardeilda.

Arctica byggir afstöðu sína á gögnum sem eru aðgengileg opinberlega. Telur fyrirtækið að blikur séu á lofti á markaðnum vegna hækkandi eldsneytisverðs og mikils launakostnaðar.

Fyrirtækið bendir á að núverandi verðlagning bréfa Icelandair á markaði sé umtalsvert hærri en verð á bréfum annarra skráðra félaga á sambærilegum markaði.

Í lok gærdagsins voru bréf Icelandair skráð á genginu 12,57 í Kauphöllinni. Bréfin hafa lækkað um ríflega 12% frá upphafi maí.