*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 19. febrúar 2018 15:15

Arðgreiðslur lágar í sjávarútvegi

Á meðan arðgreiðslur í öðrum geirum atvinnulífsins eru þriðjungur hagnaðar nema þær um fimmtungi í sjávarútvegi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Arðgreiðslur í sjávarútvegi hafa verið hlutfallslega lægri heldur en í öðrum geirum atvinnulífsins á árunum 2010 til 2016. Er meðaltalið um 21% af hagnaði meðal fyrirtækja í sjávarútvegi meðan meðaltalið nemur 31% af hagnaði í viðskiptahagkerfinu án sjávarútvegs í heildina.

Þetta kemur fram í pistli sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa birt á vefsíðu sinni en niðurstöðurnar eru reiknaðar upp úr tölum Hagstofu Íslands.

Eins og sjá má af grafinu hér að neðan hafa greiðslurnar verið hærri úr sjávarútvegi heldur en öðrum geirum árin 2014 og 2015, en önnur ár voru greiðslurnar hærri úr öðrum geirum. Þar af voru þær mun hærri árin 2010 og 2013.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim