Stjórn Icelandair Group leggur til að arðgreiðslur til hluthafa sinna muni nema 565 milljónum króna eða sem samsvarar 0,11 krónum á hvern hlut.

Þeir sem tilgreindir verði í hlutaskrá félagsins í lok 7. mars 2017 muni eiga tilkall til arðs vegna rekstrarársins 2016 og arðleysisdagur, það er sá dagur sem viðskipti hefjist með bréf félagsins án réttar til arðs vegna rekstrarársins verði 6. mars.

Þetta kemur fram í aðalfundarboði félagsins, en fundurinn er boðaður á föstudeginum 3. mars eftir lok viðskipta.

Jafnframt er lagt til að stjórnarmenn munu fá 300 þúsund krónur í stjórnarlaun á mánuði, formaður stjórnar fái 600 þúsund, varaformaður 450 þúsund og nefndarmenn í undirnefndum fái 110 þúsund krónur á mánuði.

Formaður endurskoðunarnefndar fái svo 250 þúsund krónur á mánuði og formaður starfskjaranefndar 140 þúsund krónur.