*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Innlent 4. janúar 2018 12:35

Arðsemi eigin fjár lækkar milli ára

Arðsemi eigin fjár fór úr 18,1% árið 2015 og í 11,8% árið 2016 miðað við tölur um 31 þúsund íslensk fyrirtæki.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Arðsemi eigin fjár íslenskra fyrirtækja minnkaði töluvert á milli áranna 2016 og 2015 að því er kemur fram í tölum sem Creditinfo hefur tekið saman fyrir ViðskiptaMoggann og fjallað er um á mbl.is.

Samkvæmt tölunum, sem unnar voru upp úr ársreikningum rúmlega 31 þúsund fyrirtækja, og að undanskildum þrotabúum föllnu bankanna, minnkaði arðsemi eigin fjár fyrirtækjanna um 53% á milli ára eða úr 18,1% árið 2015 í 11,8% árið 2016.

Einnig átti sér stað samdráttur í samanlögðu eigin fé fyrirtækjanna en það fór úr 7.800 milljörðum árið 2015 í 7.200 milljarða árið 2016. Meðal eigið fé fór því úr 249 milljónum árið 2015 í 228 milljónir árið 2016. Eiginfjárhlutfallið hélst þó nánast óbreytt á milli ára og var um 44%.