Ari Steinarsson hefur ráðinn markaðsstjóri Kynnisferða. Hann hefur undanfarin tvö ár starfað sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá fyrirtækinu.

Ari hefur starfað við stafræna markaðssetningu síðustu 11 ár og unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins á þeim tíma. Hann stofnaði fyrirtækið Netráðgjöf árið 2007 og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um stafræna markaðssetningu fyrir fyrirtæki og kennir auk þess stafræna markaðssetningu hjá Háskólanum í Reykjavík. Ari hefur m.a. starfað við stafræna markaðssetningu hjá TM software og var um tíma framkvæmdastjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Reykjavik Sailors. Ari stundar nú mastersnám í stafrænni markaðssetningu hjá Digital Marketing Institute. Hann er í sambúð með Írisi Ósk Hjaltadóttir og eiga þau þrjú börn.

Hjá Kynnisferðum starfa um 500 starfsmenn en fyrirtækið hefur verið starfandi frá árinu 1968 og fagnar því hálfrar aldra afmæli á árinu.