*

mánudagur, 20. maí 2019
Innlent 12. apríl 2019 17:33

Arion banki lækkaði mest

Heildarviðskipti með bréf Arion banka námu 6,6 milljörðum, en verðið endaði nokkru yfir kaupverð meirihluta þeirra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði eilítið í viðskiptum dagsins, en þó ekki nema um 0,02%.

Heildarumfang viðskiptanna nam 8,7 milljörðum króna sem er nokkru meira en hefur verið undanfarið, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá fyrr í dag seldi Kaupskil, þrotabú gamla Kaupþings, um 5% hlut í Arion banka á um 6,5 milljarða.

Nam lækkun bréfa félagsins í dag vegna 6,6 milljarða króna viðskipta sem skráð voru í dag 1,16% sem var mesta lækkun allra bréfa á Aðallista kauphallarinnar. Nam lokagengi dagsins 76,50 krónum, en viðskiptin sem samþykkt voru 4. apríl síðastliðinn fóru fram á genginu 72 krónum.

Næst mesta lækkunin var á gengi bréfa Símans, eða um 0,74% í 121 milljóna króna viðskiptum, fór gengi bréfa fjarskiptafyrirtækisins niður í 4,02 krónur.

Mesta hækkunin var hins vegar á gengi bréfa hvort tveggja Kviku banka og TM, en bæði hækkuðu fyrirtækin um 2,21% í viðskiptum dagsins. Viðskiptin með TM voru þó töluvert meiri, námu 142 milljónum króna og endaði gengi bréfanna í 32,35 krónum.

Viðskiptin með bréf Kviku námu 48 milljónum króna, og var lokagengi þeirra 11,10 krónur.

Evran stóð í stað

Íslenska krónan styrktist gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum sínum, nema evrunni sem stóð í stað í 134,75 krónum og norsku krónunni, en hún styrktist gagnvart þeirri íslensku um 0,05% og fæst hún nú á 14,029 krónur.

Mest var veiking japanska jensins gagnvart krónunni, eða um 0,85% og fæst það nú á 1,0637 krónur. Bandaríkjadalur veiktist um 0,40%, og fæst hann nú á 119,17 krónur og breska Sterlingspundið veiktist um 0,31% og fæst það nú á 156 krónur.

Stikkorð: Arion banki Síminn TM Kvika banki
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim