Samkvæmt heimildum Sky News áformar Arion Banki og Gildi að selja hlut sína í Bakkavör sem nema 37% af félaginu. Arion Banki á nú 25% hlut í Bakkavör og Gildi 12% hlut.

Bakkavör selur meðal annars matvörur til Marks & Spencer, Tesco, Waitrose og annarra verslana í Bretlandi.

Samkvæmt heimildum Sky mun breski bankinn Barclays sjá um að selja hlut Arion Banka og mögulega einnig hlut lífeyrissjóðsins Gildi.

Samkvæmt Sky hafa bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa ekki áformað að selja hlut sinn sem nemur 39% af félaginu. Hagnaður Bakkavarar í fyrra nam 115 milljónum punda, eða sem nemur 22 milljörðum íslenskra króna. Hálfsársuppgjör félagsins verður birt síðar í vikunni.