Arion banki lauk í gær útboði á tveimur útistandandi flokkum sértryggðra skuldabréfa sem skráðir eru í kauphöll Nasdaq OMX.

Verðtryggði flokkurinn ARION CBI 21 var stækkaður um 500 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 3,10%.

Verðtryggði flokkurinn ARION CBI 29 var þá einnig stækkaður um 1,2 milljarða króna á ávöxtunarkröfunni 3,08%. Heildareftirspurn í útboðinu var 3,26 milljarðar króna.

Skuldabréfaflokkarnir eru verðtryggðir með vísitölu neysluverðs og hafa verið teknir til viðskipta í kauphöllinni.

Arion banki nýtir sértryggð skuldabréf til fjármögnunar á íbúðalánum til einstaklinga. Arion banki veitir nú verðtryggð íbúðalán á 3,80% föstum vöxtum til fimm ára og 3,65% breytilegum vöxtum.