*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 13. júlí 2018 14:15

Arion banki valinn besti fjárfestingarbankinn

Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Arion banka besta fjárfestingarbankann á Íslandi árið 2018.

Ritstjórn
Lýður Þór Þorgeirsson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion banka.
Haraldur Guðjónsson

Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Arion banka besta fjárfestingarbankann á Íslandi árið 2018. Niðurstaðan var tilkynnt við hátíðlega athöfn í London fyrr í vikunni. 

Við val á besta fjárfestingarbankanum horfði dómnefnd tímaritsins meðal annars á árangur og reynslu fjárfestingarbankasviðs Arion banka við að veita viðskiptavinum sínum fjölbreytta fjárfestingarbankaþjónustu á borð við fyrirtækjaráðgjöf, miðlun verðbréfa og gjaldeyris auk þess að bjóða viðskiptavinum upp á aðgang að sjálfstæðu greiningarefni frá virtri greiningardeild. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Euromoney veitir Arion banka verðlaun því að mati tímaritsins var Arion banki besti bankinn á Íslandi í fyrra og besti fjárfestingarbankinn árið 2016. 

„Starfsfólk fjárfestingarbanka Arion banka er öflugt og reynslumikið og hefur verið leiðandi í markaðsviðskiptum, fyrirtækjaráðgjöf og í útgáfu á greiningarefni um íslenskt efnahagslíf og skráð fyrirtæki. Á síðasta ári vann fyrirtækjaráðgjöf bankans m.a. tvö stærstu fyrirtækjaviðskipti hér á landi og gegndi leiðandi hlutverki við farsæla skráningu bankans sjálfs í kauphöll. Þá hefur bankinn verið með hæstu markaðshlutdeild í hlutabréfaviðskiptum í Kauphöll Íslands síðustu árin ásamt því að vera með sterka stöðu á gjaldeyrismarkaði og í skuldabréfaútgáfu. Við finnum að viðskiptavinir bankans kunna að meta fagleg vinnubrögð og að vera í traustum höndum með sín viðskipti og er ég því ánægður með viðurkenninguna sem fjárfestingarbankasviði Arion banka er sýnd," segir Lýður Þór Þorgeirsson, framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim