*

miðvikudagur, 23. janúar 2019
Innlent 10. ágúst 2018 19:02

Arion hækkaði um 6%

Hlutabréfaverð í Arion banka hækkaði mest í Kauphöllinni í dag eða um 6,0% í 153 milljóna króna viðskiptum.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréfaverð í Arion banka hækkaði mest í Kauphöllinni í dag eða um 6,0% í 153 milljóna króna viðskiptum. Næstmest hækkun var hjá Skeljungi eða um 2,17% í 116 milljóna króna viðskiptum. 

Mest lækkaði verð á bréfum í Högum eða um 1,18% en næstmest lækkun var hjá Marel eða um 0,68% í 112 milljóna króna viðskiptum. 

Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 0,29%, heildarveltan í Kauphöllinni nam 1.345 milljónum króna.