Arion banki hefur minnkað hlut sinn í Skeljungi en bankinn hefur selt fyrir andivirði um 110 milljónir króna í fyrirtækinu. Á bankinn nú eftir viðskiptin minna en 10% í bankanum samkvæmt flöggun í kauphöllinni, eða 9,8%. Með sölu á tæplega 15 þúsund hlutum í bankanum heldur bankinn þó enn samt tæplega 211 þúsund hlutum.

Eignarhluturinn sem bankinn á enn í Arion eru að andvirði um 1,6 milljarðs króna miðað við gengið 7,42 krónur á hvert bréf eins og staðan er nú þegar þetta er skrifað.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá um daginn fór eignarhlutur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í fyrirtækinu yfir 10% mörkin við það að sjóðurinn SÍA II slhf í rekstri hjá Stefni dreifði hlutabréfum í Skeljungi til eigenda sjóðsins.

Arion banki heldur utan um eignir sjóðstýringarfélagsins Stefnis, en það fékk í sinn hlut 0,11% hlut við úthlutun eigna SÍA II sjóðsins, eða 2.379.864 hluti, sem í dag væru að markaðsvirði um 2,4 milljóna króna.