Vegna skuldbindinga Wow air við Arion banka segir bankinn í tilkynningu að stöðvun rekstrar flugfélagsins sem Viðskiptablaðið greindi fyrst frá í morgun , muni ekki hafa veruleg bein áhrif á rekstrarafkomu bankans, að teknu tilliti til annarra þátta í rekstri hans.

Samkvæmt gögnum sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum nam skuld Wow air við Arion banka ríflega 1,5 milljörðum króna.

Arion banki verður fyrir einskiptiskostnaði vegna þessa atburðar sem hefur ekki bein áhrif á reglulegar tekjur og almennan rekstrarkostnað bankans segir í tilkynningunni. Jafnframt er sagt að óvíst sé um áhrif þess að WOW Air hættir starfsemi á ferðaþjónustu og íslenska hagkerfið í heild.

Fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, t.a.m. varðandi þróun eiginfjár, eru sögð óbreytt.  Loks er sagt að afkoma bankans fyrir fyrsta ársfjórðung verði birt 8. maí 2019