Ármann Halldórsson er nýr Svæðisstjóri fyrir Ísland hjá Orbicon ráðgjafa- og verkfræðistofuna, en deildin vinnur einnig verkefni fyrir deild fyrirtækisins á Grænlandi.

Með nýjum svæðisstjóra aukast hæfileikar fyrirtækisins til þess að taka á skipulags- og umhverfismálum ásamt almennri verkfræðiþjónustu, frá litlum upp í stór og flókin verkfræðileg verkefni með samstarfi við 600 sérfræðinga fyrirtækisins í Danmörku, Grænlandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Ármann er löggiltur mannvirkjahönnuður á sviði lagna, loftræsingar og burþarþols. Hann er með B.Sc. gráðu í Byggintatæknifræði frá HR af framkvæmda og lagnasviði og meistarabréf í húsamálum.

Hann er hefur starfað sem sviðsstjóri skipulags og umhverfissviðs og skipulags og umhverfisfulltrúi hjá Grindavíkurbæ frá árinu 2013 en tók við nýja starfinu 1. Nóvember síðastliðinn.

Þar áður var hann í svipuðum störfum fyrir Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp. Ármann tekur við af Birki Rútssyni verkfræðingi sem tók við starfi deildarstjóra gatnadeildar Kópavogsbæjar.

Um Orbicon

Orbicon Arctic er norðurslóðadeild Orbicon. Orbicon og Orbicon Arctic er alhliða ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki með skrifstofur á Íslandi, Danmörku, Grænlandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 650 manns á helstu sviðum verkfræðinnar og tengdra greina við hönnun á mannvirkjum, veitukerfa, blágrænna lausna og byggðatækni.