Arna Diljá S. Guðmundsdóttir hefur ráðin sem fjármálastjóri vátryggingarmiðlunarinnar Tryggja, en hún hefur langa reynslu af störfum innan fjármálageirans í verkefnastjórnun og ráðgjöf. Kemur hún til með að leiða stafræn reikningsskil og vátryggingaútgáfu Tryggja ehf., með áherslu á umhverfisvæna fjárstýringu, að því er segir í fréttatilkynningu.

Hefur hún til að mynda verið verkefnastjóri hjá Inkasso en áður starfaði hún sem ráðgjafi á upplýsingatæknisviði Deloitte.
Arna Diljá er viðskiptafræðingur BSC að mennt frá Háskóla Íslands, en hún hefur sérhæft sig í ráðgjöf í stafrænum umbreytingum fyrirtækja, fjármálagreiningu, hugbúnaðarþróun, bókhaldi og akademískum rannsóknum.

Hún var til að mynda aðstoðamaður við rannsóknir hjá Háskóla Íslands og vann rannsóknarverkefni um gæði reikningsskila, forsendur gæða endurskoðunar og ný alþjóðleg viðmið sem byggja á reynslunni af fjármálakreppunni.
Rannsóknir tóku á gæðum reikningsskila og forsendur endurskoðunar.