*

föstudagur, 24. maí 2019
Fólk 29. apríl 2019 16:11

Arna Diljá nýr fjármálastjóri Tryggja

Arna Diljá S. Guðmundsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri hjá vátryggingarmiðlunarinnar Tryggja.

Ritstjórn
Arna Diljá S. Guðmundsdóttir er nýr fjármálastjóri vátryggingamiðlunarinnar Tryggja.
Aðsend mynd

Arna Diljá S. Guðmundsdóttir hefur ráðin sem fjármálastjóri vátryggingarmiðlunarinnar Tryggja, en hún hefur langa reynslu af störfum innan fjármálageirans í verkefnastjórnun og ráðgjöf. Kemur hún til með að leiða stafræn reikningsskil og vátryggingaútgáfu Tryggja ehf., með áherslu á umhverfisvæna fjárstýringu, að því er segir í fréttatilkynningu.

Hefur hún til að mynda verið verkefnastjóri hjá Inkasso en áður starfaði hún sem ráðgjafi á upplýsingatæknisviði Deloitte.
Arna Diljá er viðskiptafræðingur BSC að mennt frá Háskóla Íslands, en hún hefur sérhæft sig í ráðgjöf í stafrænum umbreytingum fyrirtækja, fjármálagreiningu, hugbúnaðarþróun, bókhaldi og akademískum rannsóknum.

Hún var til að mynda aðstoðamaður við rannsóknir hjá Háskóla Íslands og vann rannsóknarverkefni um gæði reikningsskila, forsendur gæða endurskoðunar og ný alþjóðleg viðmið sem byggja á reynslunni af fjármálakreppunni. 
Rannsóknir tóku á gæðum reikningsskila og forsendur endurskoðunar.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim