Aldrei fyrr hafa selst fleiri eintök af bók Arnaldar Indriðasonar í verslunum Pennans - Eymundsson. Þetta segir í tilkynningu verslunarinnar.

Bók Arnaldar hefur slegið svo rækilega í gegn að um nýtt sölumet er að ræða. 'Þýska húsið', nítjánda bók Arnaldar, fjallar um morð á farandsölumanni í Reykjavík árið 1941.

Auk þess kom út á fimmtudag ný bók Yrsu Sigurðardóttur, 'Sogið', og miðað við viðtökur íslenskra lestrarhesta eru allar líkur á því að Yrsa muni ekki gefa Arnaldi neitt eftir í sölukapphlaupinu.

'Sogið' er framhald Yrsu af bókinni 'DNA', sem kom út síðustu jól, og fjallar um hvarf átta ára stúlku úr skóla sínum á venjulegum haustdegi.

Athygli vekur hversu dýrar bækurnar eru, en þær eru báðar upphaflega verðlagðar á 6.999 krónur áður en verðið var lækkað í 5.599 krónur.